Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 15. mars 2021 22:06
Ívan Guðjón Baldursson
England: Diogo Jota gerði sigurmarkið gegn Wolves
Mynd: Getty Images
Wolves 0 - 1 Liverpool
0-1 Diogo Jota ('45)

Diogo Jota gerði eina mark leiksins er Liverpool lagði Wolves að velli í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Jota skoraði þar gegn sínum fyrrverandi liðsfélögum og tryggði Liverpool mikilvæg stig í Evrópubaráttunni.

Staðan var markalaus stærsta hluta fyrri hálfleiks þó Úlfarnir hafi viljað fá vítaspyrnu í upphafi leiks. Jota skoraði nokkrum sekúndum fyrir leikhlé eftir sendingu frá Sadio Mane.

Leikurinn var nokkuð jafn frá upphafi til enda og komust bæði lið nálægt því að bæta við marki en inn vildi boltinn ekki og urðu lokatölur 0-1. Annar deildarsigur Liverpool í síðustu átta leikjum.

Englandsmeistararnir eru í sjötta sæti eftir sigurinn, fimm stigum frá Chelsea í Meistaradeildarsæti.

Rui Patricio, markvörður Wolves, fékk höfuðhögg eftir árekstur við Conor Coady undir lokin og var borinn af velli. Patricio virtist liggja hreyfingarlaus í dágóðan tíma og hefur í það minnsta fengið heilahristing.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner