Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 15. mars 2021 23:02
Ívan Guðjón Baldursson
Espirito Santo: Patricio er með meðvitund
Mynd: Getty Images
Leikmenn og þjálfarar voru teknir í viðtöl eftir 0-1 tap Wolves gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og var portúgalski markvörðurinn Rui Patricio afar umtalaður.

Patricio fékk þungt höfuðhögg og virtist missa meðvitund. Hann lá í jörðinni í um stundarfjórðung áður en hann var borinn af velli.

Nuno Espirito Santo, samlandi Patricio og knattspyrnustjóri Portúgal, fullvissaði fréttamenn um að markvörðurinn sinn væri heill heilsu og með fullri meðvitund.

„Hann er með meðvitund og man hvað gerðist. Hann er í lagi, ég er búinn að ræða við hann. Maður verður alltaf hræddur þegar um höfuðhögg er að ræða en sem betur fer þá er í lagi með Rui. Hann mun ná sér," sagði Espirito Santo.

Úlfarnir vildu fá vítaspyrnu snemma leiks þegar Nelson Semedo féll eftir samskipti við Alisson Becker en fengu ekki. Espirito Santo tjáir sig sárasjaldan um vafaatriði og var ekki að breyta því hér. Romain Saiss, varnarmaður Úlfanna, tjáði sig hins vegar um atvikið.

„Þetta var augljós vítaspyrna þegar Nelson féll til jarðar. Mér fannst dómarinn missa tökin á leiknum í seinni hálfleik en það breytir því ekki að við verðum að skora. Við höfum átt ótrúlega erfitt með markaskorun í fjarveru Raul Jimenez."
Athugasemdir
banner
banner