mán 15. mars 2021 23:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Helsta markmiðið að vinna loksins titilinn" - Segir Róbert geyma geit í skápnum sínum
Það er auðvelt að eiga góðar rispur inn á milli en það er þessi stöðugleiki sem er svo mikilvægur.
Það er auðvelt að eiga góðar rispur inn á milli en það er þessi stöðugleiki sem er svo mikilvægur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Það var og er ekkert leyndarmál að Breiðablik vill verða Íslandsmeistari.
Það var og er ekkert leyndarmál að Breiðablik vill verða Íslandsmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maður er alltaf með sín markmið en það helsta er auðvitað að vinna loksins þennan titil.
Maður er alltaf með sín markmið en það helsta er auðvitað að vinna loksins þennan titil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í ár höfum við æft vel og liðið er á góðum stað.
Í ár höfum við æft vel og liðið er á góðum stað.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Utan vallar er hans helsti kostur að geta græjað góðan afslátt af Pandagang sokkum.
Utan vallar er hans helsti kostur að geta græjað góðan afslátt af Pandagang sokkum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Hans helsti kostur er hrokinn
Hans helsti kostur er hrokinn
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þeir eru með sína hugmyndarfræði og voru að reyna koma henni á framfæri og það gat verið erfitt þegar æfingar voru ekki leyfðar
Þeir eru með sína hugmyndarfræði og voru að reyna koma henni á framfæri og það gat verið erfitt þegar æfingar voru ekki leyfðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikið efni í Andra Rafni
Það er mikið efni í Andra Rafni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikinn Gísli Eyjólfsson skaust fyrst fram á sjónarsviðið í efstu deild sumarið 2015 með Breiðabliki. Hann hafði áður leikið með Augnabliki í 3. deild í tvö sumur og lék sumarið 2014 með Haukum í næstefstu deild. Fimm leiki lék hann með Blikum sumarið 2015 og fimmtán sumarið 2016. Það má í raun segja að Gísli hafi almennilega sprungið út sumarið 2016 en fyrri hluta þess tímabils var hann að láni hjá Víkingi í Ólafsvík.

Sex mörk skoraði hann í deildinni 2017 og sjö mörk 2018. 2019 var Gísli að láni hjá Mjällby í Svíþjóð fyrri hluta sumars og náði sér ekki á strik þegar hann kom þaðan til baka. Síðasta sumar átti hann fína spretti en glímdi við meiðsli og missti því úr nokkra leiki. Fótbolti.net hafði samband við miðjumanninn og spurði hann út í síðasta sumar og komandi tímabil.

„Var vissulega heimskulegt hjá mér"
Byrjum þetta á opnunarleik Blika síðasta sumar. Einhverjir kölluðu eftir rauðu spjaldi á Gísla fyrir viðbrögðin í kjólfarið á því að leikmaður Gróttu braut á honum. Gísli sparkaði frá sér og orðið dómgreindarbrestur var notað til að lýsa atvikinu. Hvað fannst Gísla um þetta atvik?

„Þetta var bara eitt af þessum atvikum sem gerast í hita leiksins. Fannst þetta réttur dómur að sleppa mér með gula spjaldið. Dómgreindarbrestur er alls ekki of stórt orð að nota til að lýsa þessu atviki, þetta var vissulega heimskulegt hjá mér."

Ræddi Óskar Hrafn [Þorvaldsson, þjálfari] eitthvað sérstaklega við Gísla eftir atvikið?

„Nei, Óskar var ekkert að kippa sér upp við þetta atvik og minntist ekkert á það við mig."

Blanda af þreytu, aumum nára og lélegum grasvelli
Gísli meiddist snemma leiks gegn KA á lélegum Akureyrarvelli. Var völlurinn þess valdandai að hann meiddist?

„Það er auðvelt að kenna vallaraðstæðum um meiðslin. Held samt að þetta hafi verið góð blanda af þreytu, aumum nára og hörðum og lélegum grasvelli."

Var þetta extra pirrandi tímapunktur þar sem Blikar voru á góðu skriði í byrjun móts?

„Það er aldrei góður tímapunktur að meiðast en á þessum tíma vorum við í góðum takti og hlutirnir voru að ganga upp fyrir okkur, þannig já það var kannski extra pirrandi að meiðast á þessum tímapunkti."

Stöðugleikinn sem er mikilvægastur
Gísli fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í leik gegn ÍA. Var það innspýting upp á framhaldið að gera? Tókst eitthvað í þeim leik sem tókst ekki nægilega oft í fyrra?

„Já, þann dag átti ég góðan dag. Það sem vantaði hjá mér í fyrrasumar var meiri stöðugleiki í leikjum. Það er það sem flestir leikmenn eru væntanlega að stefna að. Það er auðvelt að eiga góðar rispur inn á milli en það er þessi stöðugleiki sem er svo mikilvægur."

Trú þjálfarans veitir manni sjálfstraust
Óskar Hrafn notaði orðin „Hann gerir hluti sem enginn annar í þessari deild gerir“ þegar hann talaði um Gísla í viðtali í fyrra. Hvernig var að heyra hann segja það?

„Það er alltaf gott að vita af því að þjálfarinn hefur trú á manni. Það veitir manni meira sjálfstraust og þá nær maður að framkvæma þessa hluti."

Sér ekki líkindin við Kevin De Bruyne
Gísli var kallaður 'hinn íslenski De Bruyne' í fyrra. Finnst Gísla einhver líkindi vera með honum og De Bruyne þegar horft er í leikstílinn?

„Haha, gaman að vera líkt við leikmann í heimsklassa. Ég sé þetta hinsvegar ekki alveg."

Ekkert leyndarmál að Breiðablik vill verða Íslandsmeistari

Að tímablinu í fyrra í heild sinni, Breiðablik endaði í 4. sæti. Markið hefur væntanlega verið sett hærra. Hvað vantaði í leik Breiðabliks til að gera betur?

„Auðvitað var markið sett hærra en 4. sæti. Það var og er ekkert leyndarmál að Breiðablik vill verða Íslandsmeistari. Það voru of margir leikir sem við hefðum átt að klára en gerðum ekki. Við vorum ekki að ná í góð úrslit á móti liðum í kringum okkur."

Er Gísli sáttur við gang mála núna á undirbúningstímabilinu? Breiðablik er komið í 8-liða úrslit Lengjubikarsins.

„Undirbúningstímabilið hefur farið mjög vel af stað hjá okkur. Úrslitin í þessum leikjum skipta kannski ekki öllu máli en það er gaman þegar vel gengur. Við höfum æft vel í vetur, erum í góðu formi, lagt inn mikla vinnu og liðið er að ná að slípa sig vel saman."

Telur hann að Breiðablik hafi það sem þarf til að vinna titilinn í sumar?

„Það þarf allt að ganga upp ef við ætlum að vinna titilinn í sumar."

Hvernig er staðan á Gísla núna?

„Staðan á mér er góð. Hef spilað flest alla leiki og spenntur fyrir sumrinu."

Er hann með eitthvað persónulegt markmið fyrir sumarið?

„Maður er alltaf með sín markmið en það helsta er auðvitað að vinna loksins þennan titil."

„Óskar og Dóri eru sennilega búnir að horfa á þennan leik 150 sinnum"

Hvernig er að spila boltann sem Óskar Hrafn vill spila og hvernig er hann frábrugðin því sem Gísli undir stjórn Arnars Grétarsonar og Ágústs Gylfasonar?

„Óskar og Dóri hafa auðvitað komið með allt öðruvísi hugmyndarfræði en það sem áður hefur verið í Breiðabliki. Þeir eru með sínar leiðir og hafa verið að innleiða þær hægt og rólega."

Leikurinn umtalaði gegn Rosenborg í ágúst (4-2 tap). Hvað fannst Gísla um leikinn? Sáu Blikar marga vankanta á sínum leik eftir að hafa spilað við jafn gott lið og Rosenborg er?

„Þetta var virkilega krefjandi og erfitt verkefni að spila á móti sterku liði Rosenborg. Það er alltaf gaman að máta sig við þessi lið í Evrópukeppninni til þess að finna muninn og sjá í leiðinni hvar maður getur bætt sig sem leikmaður og allt liðið sem heild."

„Óskar og Dóri eru sennilega búnir að horfa á þennan leik u.þ.b. 150 sinnum. Þeir komu með marga punkta eftir þennan leik sem þeir hafa fært inn í æfingar í vetur til þess að vera betur undirbúnir fyrir komandi leiki í Evrópukeppninni."


Finnur Gísli einhvern mun á Blikaliðinu núna og fyrir ári síðan?

„Ég get alveg sagt að ég sé talsverðan mun á Blikaliðinu núna og fyrir ári síðan. Undirbúningstímabilið var auðvitað erfitt fyrir öll liðin vegna Covid. Það voru mikið af breytingum hjá okkur og margt nýtt sem Óskar og Dóri vildu koma inn í okkar leik. Þeir eru með sína hugmyndarfræði og voru að reyna koma henni á framfæri og það gat verið erfitt þegar æfingar voru ekki leyfðar."

„Í ár höfum við æft vel og liðið er á góðum stað. Æfingarnar hafa verið oftar en ekki langar, erfiðar og margar en það á vonandi eftir að skila sér inn í sumarið. Liðið er vel slípað og menn eru með hlutverkin sín meira á hreinu miðað við sama tíma í fyrra."


Róbert geymir leikfangageit í skápnum hjá sér
Það hefur verið umræða um að Róbert Orri Þorkelsson, sem kom til Blika fyrir síðasta tímabil, sé orðinn einn besti varnarmaður deildarinnar. Hefur hann bætt sig mikið að mati Gísla frá því hann kom frá Aftureldingu?

„Það hefur verið gaman að fylgjast með framförum hans eftir að hann kom til okkar. Hann stóð sig vel í sumar og á vonandi eftir að vera okkur dýrmætur í sumar."

Hverjir eru hans helstu kostir?

„Hans helsti kostur er hrokinn. Hann keypti sér leikfangageit og geymir hjá sér í skápnum til að minna sig á að hann er „geitin“."

„Það eru fáir á Íslandi betri en hann í því"
Brynjólfur Andersen Willumsson er búinn að skrifa undir hjá Kristiansund í Noregi. Hvað er Breiðablik að missa þegar Binni fer frá félaginu?

„Binni er auðvitað frábær leikmaður og hefur staðið sig vel hjá Breiðabliki. Hann er frábær að skýla boltanum með mannin í bakinu. Það eru fáir á Íslandi betri en hann í því. Utan vallar er hans helsti kostur að geta græjað góðan afslátt af Pandagang sokkum."

Hvernig geta Blikar fyllt í það skarð sem hann skilur eftir sig?

„Auðvitað skilur hann eftir skarð en þá eru bara aðrir menn sem þurfa að stíga upp og fylla það."

Hin hliðin:
Gísli Eyjólfsson

Mikið efni í Andra Rafni
Að lokum, tvær spurningar úr 'hinni hliðinni'. Er einhver sem kallar Gísla ennþá Pésa?

„Það er alveg búið held ég. Nema Damir á það til að minna mann á þetta nafn."

Er Andri Rafn Yeoman ennþá sá efnilegasti á Íslandi?

„Það er mikið efni í Andra Rafni," sagði Gísli léttur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner