mán 15. mars 2021 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Grikkland: Theódór Elmar kom við sögu - Ögmundur horfði á sigur
Ögmundur hefur fylgst með liðsfélögunum rúlla yfir grísku deildina á tímabilinu.
Ögmundur hefur fylgst með liðsfélögunum rúlla yfir grísku deildina á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir Íslendingar komu við sögu í gríska boltanum í gær á meðan Ögmundur Kristinsson vermdi varamannabekk Olympiakos.

Theódór Elmar Bjarnason kom inn af bekknum í markalausu jafntefli Lamia við Atromitos í fallbaráttunni. Elmari var skipt inn í uppbótartíma.

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá PAOK sem hefur dregist afturúr og er í fjórða sæti. PAOK tapaði útileik gegn Panathinaikos og skoraði Federico Macheda, fyrrum leikmaður Manchester United, fyrsta mark leiksins.

Olympiakos er svo gott sem búið að vinna deildina í ár en Ögmundur er varamarkvörður þar eftir hinum feykiöfluga Jose Sa.

Lamia 0 - 0 Atromitos

Panathinaikos 2 - 1 PAOK

1-0 F. Macheda
2-0 F. Ioannidis ('82)
2-1 M. Krmencik ('84)

Larissa 1 -3 Olympiakos
0-1 Koka ('33, víti)
0-2 A. Androutsos ('55)
0-3 Y. El Arabi ('80)
1-3 M. Nunic ('88)
Athugasemdir
banner
banner