mán 15. mars 2021 14:56
Magnús Már Einarsson
Guardiola ósammála Zinchenko - Sér City ekki vinna fernuna
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er ósammála Oleksandr Zinchenko um að liðið geti unnið alla fjóra titlana sem það keppir um á þessu tímabili. City er með 14 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og er komið í úrslit í deildabikarnum.

Þá eru Guardiola og lærisveinar hans komnir í 8-liða úrslit í enska bikarnum og með annan fótinn áfram í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Gladbach á morgun eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-0.

„Ég er eldri en herra Zinchenko, ég hef meiri reynslu en hann og ég er ósammála honum," sagði Guardiola þegar hann var spurður út í ummæli Zinchenko í dag.

„Zinchenko þarf að hafa áhyggjur af því að eiga góðan leik á morgun og komast áfram. Það er eina málið."

„Það hefur ekkert lið náð að vinna fjóra titla áður og ég held að það muni ekki gerast. Raunveruleikurinn er þessi. Ef þú spyrð mig hvort að ég sé sammála Zinchenko þá myndi ég segja nei, algjörlega ekki."

Athugasemdir
banner
banner
banner