banner
   mán 15. mars 2021 15:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
ÍBV hefur áhuga á að fá Guðjón Pétur
Guðjón Pétur í leik með Breiðablik gegn ÍBV á undirbúningstímabilinu.
Guðjón Pétur í leik með Breiðablik gegn ÍBV á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Það er áhugi til staðar á Guðjóni Pétri Lýðssyni, miðjumanni Breiðabliks.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur ÍBV, sem leikur í Lengjudeildinni, áhuga á honum.

Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir í samtali við Fótbolta.net að það sé áhugi á leikmanninum en ekkert formlegt tilboð hafi borist til félagsins í miðjumanninn þaulreynda.

Guðjón Pétur er 33 ára gamall og hefur verið á mála hjá Breiðabliki frá 2019.

Hann byrjaði meistaraflokksferil sinn í Haukum en hefur einnig spilað með Álftanesi, Stjörnunni og Val. Hann spilaði fyrst með Blikum í Landsbankadeildinni 2007, var hjá félaginu frá 2013 til 2015 og svo aftur frá 2019 og þar til dagsins í dag.

Í fyrra var hann á láni hjá Stjörnunni og spilaði þá 14 leiki í deild og bikar og skoraði tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner