Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 15. mars 2021 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karanka ekki lengur stjóri Birmingham
Karanka með Jose Mourinho en þeir unnu saman hjá Real Madrid.
Karanka með Jose Mourinho en þeir unnu saman hjá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Hinn spænski Aitor Karanka er ekki lengur knattspyrnustjóri Birmingham í Champonship-deildinni.

Birmingham á eftir að staðfesta tíðindin en helstu fjölmiðlar Bretlands eru fullvissir um þetta.

Samkvæmt BBC þá mun Birmingham staðfesta það í dag að Karanka hafi verið rekinn.

Hinn 47 ára gamli Karanka hefur stýrt Birmingham í minna en átta mánuði. Hann tók við liðinu af landa sínum, Pep Clotet, í júlí síðastliðnum.

Karanka er fyrrum stjóri Middlesbrough og Nottingham Forest, en einnig er hann fyrrum aðstoðarstjóri Real Madrid.

Birmingham tapaði 3-0 gegn Bristol City síðasta laugardag og er í harðri fallbaráttu. Birmingham er þremur stigum frá fallsæti en hefur spilað fjórum leikjum meira en Rotherham sem er í 22. sæti, síðasta fallsætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner