Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 15. mars 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Óskar og Dóri eru sennilega búnir að horfa á þennan leik 150 sinnum"
Óskar og Dóri hafa auðvitað komið með allt öðruvísi hugmyndarfræði en það sem áður hefur verið í Breiðabliki
Óskar og Dóri hafa auðvitað komið með allt öðruvísi hugmyndarfræði en það sem áður hefur verið í Breiðabliki
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Gísli í leik núna í janúar
Gísli í leik núna í janúar
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks, er til viðtals hér á Fótbolti.net. Viðtalið í heild sinni verður birt seinna í dag en hér má sjá svar hans þegar hann var spurður út í Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara liðsins, og Halldór Árnason sem aðstoðar Óskar.

Gísli er 26 ára miðjumaður sem á að baki sex tímabil í efstu deild og skorað sautján mörk í 91 leik. Óskar og Dóri tóku við Blium fyrir síðustu leiktíð.

Hvernig er að spila boltann sem Óskar Hrafn vill spila og hvernig er hann frábrugðin því sem þú upplifðir með Adda Grétars og Gústa Gylfa?

„Óskar og Dóri hafa auðvitað komið með allt öðruvísi hugmyndarfræði en það sem áður hefur verið í Breiðabliki. Þeir eru með sínar leiðir og hafa verið að innleiða þær hægt og rólega," sagði Gísli.

Leikurinn umtalaði gegn Rosenborg í ágúst (4-2 tap), það var mikið talað um flottan bolta hjá Blikum en út á við virkaði þetta ekki eins og mikið vesen fyrir Rosenborg. Hvað fannst þér um þennan leik, sáuði marga vankanta á ykkar leik eftir að hafa spilað við jafn gott lið og Rosenborg er?

„Þetta var virkilega krefjandi og erfitt verkefni að spila á móti sterku liði Rosenborg. Það er alltaf gaman að máta sig við þessi lið í Evrópukeppninni til þess að finna muninn og sjá í leiðinni hvar maður getur bætt sig sem leikmaður og allt liðið sem heild."

„Óskar og Dóri eru sennilega búnir að horfa á þennan leik u.þ.b. 150 sinnum. Þeir komu með marga punkta eftir þennan leik sem þeir hafa fært inn í æfingar í vetur til þess að vera betur undirbúnir fyrir komandi leiki í Evrópukeppninni."


Finnuru einhvern mun á Blikaliðinu núna og fyrir ári síðan?

„Ég get alveg sagt að ég sé talsverðan mun á Blikaliðinu núna og fyrir ári síðan. Undirbúningstímabilið var auðvitað erfitt fyrir öll liðin vegna Covid. Það voru mikið af breytingum hjá okkur og margt nýtt sem Óskar og Dóri vildu koma inn í okkar leik. Þeir eru með sína hugmyndarfræði og voru að reyna koma henni á framfæri og það gat verið erfitt þegar æfingar voru ekki leyfðar."

„Í ár höfum við æft vel og liðið er á góðum stað. Æfingarnar hafa verið oftar en ekki langar, erfiðar og margar en það á vonandi eftir að skila sér inn í sumarið. Liðið er vel slípað og menn eru með hlutverkin sín meira á hreinu miðað við sama tíma í fyrra,"
sagði Gísli.
Athugasemdir
banner
banner