Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. mars 2021 21:25
Ívan Guðjón Baldursson
Zidane um Hazard: Hann hefur aldrei verið meiddur áður
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane var tekinn í viðtal fyrir leik Real Madrid í 16-liða úrslitum gegn Atalanta sem fer fram í Madríd annað kvöld. Lærisveinar Zidane eru í góðri stöðu eftir 0-1 sigur í fyrri leiknum í Bergamó.

Eden Hazard verður ekki með gegn Atalanta vegna vöðvameiðsla sem munu halda honum frá keppni í einn mánuð eða meira.

„Þetta er eitthvað sem ég get ekki útskýrt, þetta eru smávægileg meiðsli. Ég vil biðja stuðningsmennina um að sýna þolinmæði. Við vitum öll hvaða leikmann hann ber að geyma," sagði Zidane.

„Það eru ekki bara stuðningsmennirnir sem vilja sjá Hazard spila heldur einnig félagið, þjálfararnir og liðsfélagarnir. Við verðum bara að sýna þolinmæði."

Fréttamaður benti svo á að Hazard er ekki vanur meiðslavandræðum og spurði Zidane hvort það gæti verið andleg hlið sem spili inní.

„Það er eitthvað í gangi. Hann hefur aldrei meiðst á ferlinum þannig þetta er allt nýtt fyrir honum. Ég get ekki útskýrt þetta, allir hérna vilja hjálpa honum. Ég vona að hann verði klár í slaginn sem fyrst.

„Ég er viss um að hann muni gera frábæra hluti fyrir félagið þó ég viti ekki hvort það verði undir minni stjórn eða ekki, því hann skrifaði undir langan samning. Hann mun setja mark sitt á spænska boltann fyrr eða síðar.

„Við teljum hann ekki hafa hlotið neinn varanlegan líkamlegan skaða."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner