Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 15. apríl 2019 21:56
Brynjar Ingi Erluson
Ben Foster um markið: Aubameyang er of snöggur!
Ben Foster gerði sig sekan um slæm mistök
Ben Foster gerði sig sekan um slæm mistök
Mynd: Getty Images
Ben Foster, markvörður Watford og enska landsliðsins, gerði sig sekan um ansi slæm mistök er liðið tapaði 1-0 fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Eina mark leiksins kom á 10. mínútu er Ben Foster fékk boltann í teignum og ákvað að draga boltann til hliðar í stað þess að þruma honum í burtu en Pierre-Emerick Aubameyang tókst að komast í boltann og úr því varð mark.

Watford tapaði leiknum en Foster virðist hafa lært sína lexíu ef marka má orð hans eftir leik.

„Ég hefði átt að negla boltanum í burtu. Ég bað liðsfélagana afsökunar en ég reyndi einhvern vegin að draga boltann til vinstri og reyna að senda hann frá mér en áður en ég vissi af þá var Aubameyang kominn að mér. Hann er of fljótur og ég verð að vera fljótari en hann. Maður verður að losa sig við boltann þó svo hann hafni upp í stúku," sagði Foster.

„Ég er klárlega ekki þessi týpa af nútímamarkverði og það er nokkuð ljóst að Arsenal getur ekki skorað ef boltinn er í stúkunni en málið er að Aubameyang er fljótur og ég lærði mína lexíu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner