Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. apríl 2019 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Barcelona: Dembele betri en Neymar
Ousmane Dembele fagnar með Barcelona
Ousmane Dembele fagnar með Barcelona
Mynd: Getty Images
Josep Bartomeu, forseti Barcelona á Spáni, segir að franski leikmaðurinn Ousmane Dembele sé betri en Neymar.

Neymar var magnaður í treyju Barcelona áður en hann samdi við Paris Saint-Germain fyrir metfé árið 2017. Barcelona fékk þar töluverðar fjárhæðir til að styrkja hópinn og ákvað félagið að kaupa Ousmane Dembele frá Borussia Dortmund og Philippe Coutinho frá Liverpool.

Dembele var magnaður í Dortmund en átti erfitt með að finna sig í byrjun með Börsungum. Hann er hins vegar allur að koma til og heldur forseti spænska félagsins því fram að hann sé betri en Neymar.

Dembele er með 14 mörk og 8 stoðsendingar í 36 leikjum fyrir Barcelona á þessu tímabili.

„Ég útskýrði það fyrir einhverju síðan verkefnið sem væri í gangi með því að fá Dembele og Coutinho fyrir peninginn sem við fengum fyrir Neymar," sagði Bartomeu.

„Dembele er töluvert betri leikmaður heldur en Neymar og hann hefur aðlagast vel hjá okkur," sagði hann í lokin.



Athugasemdir
banner
banner