Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 15. apríl 2019 15:13
Elvar Geir Magnússon
Valverde: Messi fullkomlega tilbúinn
Messi er ekkert meiddur.
Messi er ekkert meiddur.
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, staðfestir að Lionel Messi sé klár í slaginn fyrir leikinn gegn Manchester United á Nývangi annað kvöld.

Messi var hvíldur um helgina þegar Barcelona gerði 0-0 jafntefli gegn Huesca en Valverede gerði alls tíu breytingar á liðinu frá 1-0 sigrinum gegn United í fyrri leiknum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Messi mætir aftur til leiks á morgun.

„Messi er klár í slaginn og fullkomlega tilbúinn í leikinn," sagði Valverde á fréttamannafundi.

Messi fékk högg í baráttu við Chris Smalling í fyrri leiknum en það aftrar honum ekkert.

Það er merkileg staðreynd að Messi hafi aldrei skorað í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Það að Messi hafi spilað tólf leiki í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar án þess að skora þýðir að hann er nær því að skora. Tölfræði er byggð á fortíðinni og segir ekkert um framtíðina," segir Valverde.

Börsungar eru með örugga forystu í La Liga og margir telja þá sigurstranglegasta í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner