Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 15. maí 2018 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Pep Guardiola stjóri ársins
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola var kjörinn knattspyrnustjóri ársins á Englandi af knattspyrnustjórasambandinu.

Neil Warnock, sem kom Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í Cardiff í úrvalsdeildina, fékk einnig sérstök verðlaun fyrir afrekið.

Auk Guardiola og Warnock voru fjórir aðrir stjórar tilnefndir, þeir Sean Dyche, Jürgen Klopp, Nuno Espirito Santo og John Coleman.

Klopp stýrir Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 26. maí, Dyche gerði frábæra hluti með Burnley, Espirito Santo rúllaði upp Championship deildinni með Wolves og Coleman vann D-deildina með Accrington Stanley.
Athugasemdir
banner
banner
banner