Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 15. maí 2019 22:34
Magnús Valur Böðvarsson
Heimild: Úrslit.net 
4. deild: Fjórir stórsigrar og jafntefli
Níu Rangæingar héldu út jafntefli gegn Ægi
9 leikmenn KFR héldu út gegn Ægi
9 leikmenn KFR héldu út gegn Ægi
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Natan Hjaltalín og félagar í Elliða skoruðu 10 mörk
Natan Hjaltalín og félagar í Elliða skoruðu 10 mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm leikir voru í 4. deild karla í kvöld. Fjórir stórsigrar litu dagsins ljós en tapliðunum er öllum spáð slöku gengi í deildinni.

A riðill
Í A riðlinum var einn leikur en þar sigraði Björninn í einvígi Bjarnanna, en þeir gjörsamlega stráfelldu Ísbjörninn örugglega. Birninum er spáð toppsætinu í riðlinum en Ísbirninum því neðsta og því ekki hægt að tala um óvænt úrslit.

Björninn 9 - 0 Ísbjörninn
1-0 Magnús Stefánsson ('8)
2-0 Geraldo Pali ('20)
3-0 Magnús Stefánsson ('22, víti)
4-0 Magnús Stefánsson ('54)
5-0 Sólon Kolbeinn Ingason ('60)
6-0 Sólon Kolbeinn Ingason ('67)
7-0 Aron Már Þórðarson ('87)
8-0 Hafsteinn Björn Gunnarsson ('88)
9-0 Bergur Garðar Bergsson Sandholt ('90)

B-riðill
Í B-riðlinum unnu Hvíti Riddarinn og Úlfarnir stórsigra á Afríku og KM en fyrrnefndu liðunum eru spáð baráttu um sæti í úrslitakeppninni á meðan þeim síðarnefndu er spáð tveimur neðstu sætunum. Lokatölurnar segja af hverju svo er.

Hvíti Riddarinn 7 - 0 Afríka
1-0 Guðjón Breki Guðmundsson ('33)
2-0 Sævar Freyr Alexandersson ('34)
3-0 Ísak Pétur Bjarkason Clausen ('41)
4-0 Birgir Freyr Ragnarsson ('55)
5-0 Gunnar Andri Pétursson ('57)
6-0 Sævar Freyr Alexandersson ('65)
7-0 Aron Daði Ásbjörnsson ('85)

Úlfarnir 8 - 1 KM
Markaskorarar Úlfanna:
Magnús Snær Dagbjartsson (4 mörk)
Steinar Haraldsson
Andri Þór Sólbergsson
Sæmundur Sven A Schepsky
Sæmundur Óli Björnsson

D - riðill
Í D-riðlinum fór Elliði afar illa með Kóngana en þarna voru liðunum sem er spáð 3. sætinu og neðsta sæti að mætast. Tíu mörk litu dagsins ljós, öll skoruð af Elliða. Í hinum leiknum var mikil spenna en þar mættust KFR og Ægir í hörkuleik. Heimamenn komust yfir en var refsað við að missa mann út af og Ægismenn jöfnuðu úr víti í kjölfarið. Ægismönnum tókst ekki að nýta liðsmuninn jafnvel þrátt fyrir að vera tveimur fleiri þegar öðrum KFR manni var vísað af velli. Ægismönnum var spáð toppsætinu í riðlinum en KFR sjötta sæti. Það verður því að teljast nokkuð óvænt úrslit.

Elliði 10 - 0 Kóngarnir
Mörk Elliða: Felix Hjálmarsson 2, Daníel Steinar Kjartansson, Arnór Gauti Brynjólfsson, Pétur Óskarsson, Styrmir Erlendsson, Óðinn Arnarsson, Natan Hjaltalín, Daníel Ingi Gunnarsson og sjálfsmark.


1-0 Reynir Óskarsson ('13)
1-1 Emanuel Nikpalj ('61, víti)
Rautt spjald: Heiðar Óli Guðmundsson, KFR ('60), Jóhann Gunnar Böðvarsson, KFR ('90)
Athugasemdir
banner
banner