Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. maí 2019 12:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 11. sæti: Watford
Javi Gracia er að vinna flott starf hjá Watford.
Javi Gracia er að vinna flott starf hjá Watford.
Mynd: Getty Images
Etienne Capoue var valinn bestur, þarna er hann ásamt Abdoulaye Doucoure sem átti einnig mjög gott tímabil.
Etienne Capoue var valinn bestur, þarna er hann ásamt Abdoulaye Doucoure sem átti einnig mjög gott tímabil.
Mynd: Getty Images
Gerard Deulofeu var markahæstur með tíu mörk, næstur á eftir honum kom Troy Deeney með níu mörk.
Gerard Deulofeu var markahæstur með tíu mörk, næstur á eftir honum kom Troy Deeney með níu mörk.
Mynd: Getty Images
Jose Holebas er mikilvægur í vörninni og lætur einnig til sín taka í sóknarleiknum, hann skoraði þrjú og lagði upp sex.
Jose Holebas er mikilvægur í vörninni og lætur einnig til sín taka í sóknarleiknum, hann skoraði þrjú og lagði upp sex.
Mynd: Getty Images
Ben Foster stóð vaktina nokkuð vel í rammanum.
Ben Foster stóð vaktina nokkuð vel í rammanum.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn. Í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að renna yfir gengi Watford í vetur.

Tímabil Watford verður að teljast gott, um er að ræða besta árangur Watford í ensku úrvalsdeildinni. Liðið byrjaði tímabilið frábærlega og vann fyrstu fjóra leiki sína, loka niðurstaðan var 11. sæti og þeir náðu í 50 stig. Það stefndi lengi vel að þeir myndu enda ofar en þetta, þeir gáfu aðeins eftir á lokakaflanum en 11. sætið fín niðurstaða. Þetta var fjórða tímabil Watford í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Javi Gracia er knattspyrnustjóri Watford, liðinu var ekki spáð góðu gengi fyrir tímabilið og jafnvel sumir sem spáðu því að þeir yrðu í fallbaráttu. Svo fór nú ekki og það er stór helgi framundan hjá Watford þar sem þeir mæta Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Ef Watford vinnur bikarinn munu þeir leika í Evrópudeildinni á næsta tímabili, það er því alveg óhætt að segja að Gracia er að vinna mjög flott starf hjá Watford.

Eins og fyrr segir þá endaði Watford tímabilið frekar illa, sem dæmi má taka að í síðustu tíu leikjum tímabilsins unnu þeir aðeins þrjá leiki. Þeir voru lengi vel í baráttu um að ná sjöunda sætinu en eftir þennan slæma kafla var 11. sætið niðurstaðan.

Besti leikmaður Watford á tímabilinu:
Etienne Capoue er lykilmaður á miðjunni í liði Watford, hann var valinn besti leikmaður liðsins á tímabilinu.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Gerard Deulofeu: 10 mörk.
Troy Deeney: 9 mörk.
Andre Gray: 7 mörk.
Roberto Pereyra: 6 mörk.
Abdoulaye Doucoure: 5 mörk.
Craig Cathcart: 3 mörk.
Jose Holebas: 3 mörk.
Will Hughes: 2 mörk.
Etienne Capoue: 1 mark.
Tom Cleverley: 1 mark.
Kiko Femenía: 1 mark.
Domingos Quina: 1 mark.
Ken Sema: 1 mark.
Isaac Success: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Abdoulaye Doucoure: 6 stoðsendingar.
Jose Holebas: 6 stoðsendingar.
Troy Deeney: 5 stoðsendingar.
Gerard Deulofeu: 5 stoðsendingar.
Will Hughes: 4 stoðsendingar.
Etienne Capoue: 3 stoðsendingar.
Andre Gray: 2 stoðsendingar.
Daryl Janmaat: 2 stoðsendingar.
Ken Sema: 2 stoðsendingar.
Kiko Femenía: 1 stoðsending.
Adam Masina: 1 stoðsending.
Roberto Pereyra: 1 stoðsending.
Isaac Success: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Ben Foster: 38 leikir.
Craig Cathcart: 36 leikir.
Abdoulaye Doucouré: 35 leikir.
Etienne Capoue: 33 leikir.
Roberto Pereyra: 33 leikir.
Troy Deeney: 32 leikir.
Will Hughes: 32 leikir.
Gerard Deulofeu: 30 leikir.
Isaac Success: 30 leikir.
Kiko Femenía: 29 leikir.
Andre Gray: 29 leikir.
José Holebas: 28 leikir.
Adrian Mariappa: 26 leikir.
Christian Kabasele: 21 leikur.
Daryl Janmaat: 18 leikir.
Ken Sema: 17 leikir.
Adam Masina: 14 leikir.
Tom Cleverley: 13 leikir.
Nathaniel Chalobah: 9 leikir.
Domingos Quina: 8 leikir.
Miguel Britos: 3 leikir.
Marc Navarro: 2 leikir.
Stefano Okaka: 2 leikir.
Ben Wilmot: 2 leikir.
Sebastian Prödl: 1 leikur.


Hvernig stóð vörnin í vetur?
Allt í lagi, fengu á sig 52 mörk. Þessi fyrrnefndi slæmi lokakafli telur mikið í því, Watford fékk t.d á sig 7 mörk í síðustu tveimur leikjunum.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Spánverjinn Gerard Deulofeu var markahæstur hjá Watford og stigahæstur í Fantasy, hann skilaði inn 133 stigum.

Í hvaða sæti spáði Fótbolti.net Watford fyrir tímabilið?
Gengi Watford var mun betra í vetur en spáð var hér á Fótbolta.net fyrir tímabilið, Watford var spáð falli, 19. sæti en þeir gerðu miklu betur en það og enduðu í 11. sæti.

Spáin fyrir enska - 19. sæti: Watford

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Watford á tímabilinu
Javi Gracia: Ekki auðvelt að vinna fjóra leiki í röð
Deeney: Ég hata Van Dijk
Javi Gracia brjálaður: Úrslitin öðruvísi ef VAR væri í úrvalsdeildinni
Deeney: Moss dæmdi ekki þó það var brotið 400 sinnum á mér
Javi Gracia: Við réðum ferðinni
Deulofeu: Sjöunda sætið er markmiðið

Enska uppgjörið.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11. Watford
12. sæti Crystal Palace
13. sæti Newcastle
14. sæti Bournemouth
15. sæti Burnley
16. sæti Southampton
17. sæti Brighton
18. sæti Cardiff
19. sæti Fulham
20. sæti Huddersfield
Athugasemdir
banner
banner
banner