Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. maí 2019 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Nítján ára sá um FH fyrir topplið ÍA
Breiðablik og Stjarnan með sigra eins og ÍA
Bjarki Steinn setti tvennu.
Bjarki Steinn setti tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA er á toppnum.
ÍA er á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikkelsen skoraði sigurmark Blika.
Mikkelsen skoraði sigurmark Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Baldvinsson skoraði tvö fyrir Stjörnuna.
Guðjón Baldvinsson skoraði tvö fyrir Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan vann í Laugardalnum.
Stjarnan vann í Laugardalnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA heldur áfram að heilla með frammistöðu sinni í upphafi Pepsi Max-deildarinnar. Hversu langt getur þetta ÍA-lið komist í sumar? Það er stór spurning.

ÍA er nýliði í deildinni en í fyrstu fjórum umferðunum hefur liðið unnið KA, Val og FH.

Í kvöld fékk ÍA lið FH í heimsókn upp á Skaga. Það voru ekki margar mínútur liðnar af leiknum þegar Bjarki Steinn Bjarkason skoraði fyrsta mark leiksins. Markið skoraði hann eftir frábæra skyndisókn. Árni Snær Ólafsson í marki ÍA átti frábæra sendingu upp völlinn og upp úr því skoraði ÍA mark.


Staðan var 1-0 í hálfleik upp á Skaga. Þegar leið á seinni hálfleikinn fóru FH-ingar að verða pirraðari. Á 68. mínútu skoraði Bjarki Steinn sitt annað mark og kom ÍA í 2-0. Bjarki Steinn er mjög efnilegur. Hann er aðeins 19 ára gamall.

Stuttu eftir seinna markið hjá ÍA fékk Pétur Viðarsson að líta rauða spjaldið.

Sjá einnig:
Pétur við aðstoðardómarann: Ertu fokking þroskaheftur

ÍA hélt og landaði frábærum 2-0 sigri á FH, sem hefur byrjað tímabil nokkuð vel. ÍA, sem er nýliði í Pepsi Max-deildinni, er á toppnum með 10 stig eftir fjóra leiki. FH er í fjórða sæti með sjö stig.


Vítaspyrnumark dugði Blikum til sigurs
Breiðablik heldur í við ÍA og eru bæði lið með 10 stig á toppi deildarinnar.

Breiðablik fór norður og sótti þar þrjú stig gegn KA. Það var aðeins eitt mark sem skildi liðin að og eitt mark sem kom í leiknum. Það gerði Thomas Mikkelsen úr vítaspyrnu sem hann nældi sjálfur í.

„VÍTI DÆMT!! Hann dæmir á Daníel Hafsteinsson, fyrir að brjóta á Thomas Mikkelsen!" skrifaði Daníel Smári Magnússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Þrátt fyrir nokkrar ágætis tilraunir náði KA ekki að jafna og lokatölur 1-0 fyrir Blika. KA er í sjöunda sæti með þrjú stig eftir fjóra leiki. Eini sigur KA hingað til kom gegn Val.

Markaregn í Laugardal
Það var sannkallað markaregn á gervigrasinu í Laugardal þar sem Víkingur R. og Stjarnan áttust við.

Sóknarleikur Stjörnunnar hefur verið gagnrýndur eftir fyrstu þrjá leikina en það er ekki hægt að gagnrýna hann eftir leikinn í dag. Hilmar Árni Halldórsson og Guðjón Baldvinsson komu Stjörnunni í 3-0. Guðjón skoraði tvisvar áður en Ágúst Eðvald Hlynsson minnkaði muninn fyrir Víking.

Hinn efnilegi Alex Þór Hauksson kom Stjörnunni í 4-1 áður en annar efnilegur leikmaður, Júlíus Magnússon, minnkaði muninn fyrir Víking.

Reynsluboltinn Sölvi Geir Ottsen bjó til örlitla von fyrir Víkinga á 89. mínútu en sú von varð að engu þegar dómarinn flautaði til leiksloka og 4-3 fyrir Stjörnuna lokatölur.

Stjarnan er í þriðja sæti með átta stig á meðan Víkingur er með tvö stig í níunda sæti.


Umferðin klárast á morgun með þremur leikjum.

Víkingur R. 3 - 4 Stjarnan
0-1 Hilmar Árni Halldórsson ('30 )
0-2 Guðjón Baldvinsson ('38 )
0-3 Guðjón Baldvinsson ('48 )
1-3 Ágúst Eðvald Hlynsson ('53 )
1-4 Alex Þór Hauksson ('65 )
2-4 Júlíus Magnússon ('73 )
3-4 Sölvi Geir Ottesen Jónsson ('89 )
Lestu nánar um leikinn

ÍA 2 - 0 FH
1-0 Bjarki Steinn Bjarkason ('3 )
2-0 Bjarki Steinn Bjarkason ('68 )
Rautt spjald:Pétur Viðarsson, FH ('71)
Lestu nánar um leikinn

KA 0 - 1 Breiðablik
0-1 Thomas Mikkelsen ('3 , víti)
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner