mið 15. maí 2019 20:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rostov ekki í bikarúrslit en Böddi stefnir á Evrópu
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingalið Rostov mun ekki spila í bikarúrslitunum í Rússlandi. Rostov tapaði 2-0 á heimavelli gegn Lokomotiv Mosku í dag.

Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörninni hjá Rostov. Björn Bergmann Sigurðarson var allan tímann á varamannabekknum.

Fyrri leikurinn endaði 2-2 og fór því einvígið samanlagt 4-2 fyrir Lokomotiv Moskvu. Í úrslitaleiknum mætast Lokomotiv Moskva og Ural, sem vann einvígi sitt gegn Arsenal Tula.

Það eru tvær umferðir eftir í rússnesku úrvalsdeildinni og er Rostov sem stendur í áttunda sæti.

Böddi í Evrópu?
Böðvar Böðvarsson, betur þekktur sem Böddi löpp, lék allan leikinn fyrir Jagiellonia Bialystok þegar liðið bar sigur býtum gegn Legia Varsjá í pólsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Böðvar hefur verið í stóru hluverki hjá liðinu upp á síðkastið. Hann er búinn að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliðinu.

Með þessum sigri fer Jagiellonia upp í fjórða sæti, sem er Evrópusæti.

Það er ein umferð eftir í pólsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner