Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. maí 2019 22:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Vil frekar að þeir spili en að þeir sitji hér á bekknum og frjósi"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það vakti athygli í kvöld að FH mætti ekki með fullskipaðan hóp í leik gegn ÍA í Pepsi Max-deildinni. FH tapaði leiknum 2-0.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, útskýrði það eftir leik að 2. flokkur Fimleikafélagsins hefði verið að spila í Keflavík á sama tíma.

„Þetta er leikmannahópurinn og 2. flokkur var að spila á sama tíma suður í Keflavík," sagði Óli.

„Ég vil frekar að leikmenn á 2. flokksaldri spili með 2. flokknum en að þeir sitji hér á bekknum og frjósi. Þeir fá meira út úr þvi að spila fótbolta og þroskast þar, og vera svo tilbúnir að stíga inn þegar það er ekki leikur á sama tíma hjá 2. flokki og meistaraflokki."


Óli Kristjáns: Ekki gott ef hann hefur misst stjórn á sér
Athugasemdir
banner
banner
banner