Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. maí 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Abraham áhyggjufullur - Faðir hans með astma
Tammy Abraham.
Tammy Abraham.
Mynd: Getty Images
Tammy Abraham, framherji Chelsea, hefur áhyggjur af því ef keppni hefst aftur í ensku úrvalsdeildinni á næstunni. Faðir Abraham er með astma og er því í áhættuhópi þegar kemur að kórónaveirunni.

„Faðir inn er með astma og ef við byrjum að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni og ég fæ þessa veiru og kem heim með hana þá er það versta sem gæti gerst," sagði Abraham.

„Ég tel að enska úrvalsdeildin og ríkisstjórnin verði að komast að niðurstöðu um það hvort þetta sé öruggt fyrir okkur og svo framvegis."

„Allir hafa séð það sem er í gangi í heiminum í dag. Ef að fótboltinn snýr aftur en ekkert annað er opið og allt er lokað þá myndi fólk horfa á þetta á furðulegan hátt."

„Mikilvægast fyrir mig er að öllum líði vel, séu öruggir og fleiri staðir fari að opna. Ef það gerist þá getur fótboltinn komið aftur."

Athugasemdir
banner
banner
banner