Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. maí 2020 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Deeney: Ætla ekki að ógna öryggi fjölskyldu minnar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Framherji Watford og fyrirliði, Troy Deeney, sér hlutina í öðru ljósi en þeir sem vilja drífa ensku úrvalsdeildina af stað sem fyrst. Hann vill ekki ógna öryggi fjölskyldu sinnar.

Grant Hanley, fyrirliði Norwich, er á sama máli. Kona Hanley er ólétt og hefur Hanley áhyggjur af því hvað gæti gerst þegar hann kemur heim til hennar.

Deeney og Hanley voru á fundi með öðrum fyrirliðum í deildinni þar sem rætt var um áætlun úrvalsdeildarinnar að hefja leik að nýju.

„Ég er ekki einu sinni að tala um fótbola þessa stundina. Ég er að tala um heilsu fjölskyldu minnar," sagði Deeney á Instagram.

„Ef mér líður ekki eins og ég sé að hugsa um fjölskyldu mína þá er ég ekki að fara gera þetta. Ég mun ekki ógna öryggi fjölskyldunnar. Ætla þeir að hafa af mér pening? Ég þekki það að vera fátækur svo ég hef ekki áhyggjur af því."

„Það er rætt um að spila án áhorfenda þangað til 2021. Ef það er ekki öruggt fyrir áhorfendur að mæta á völlinn af hverju er öruggt fyrir leikmenn að vera þar?"

Hanley tók í svipaðan streng: „Konan mín er ólétt og hún á að eiga í júlí, ég hef augljóslega áhyggur. Öll lið og allir leikmenn hafa mismunandi sjónarhorn. Fjölskyldumeðlimir sumra leikmanna eru í áhættuhópi."

„Þegar litið er á allar hliðar er verið að ógna öryggi fjölskyldunnar og það er það sem ég hef mestar áhyggjur af."
Loks tjáði Aaron Cresswell sig á Twitter og hann sagði að skoðanir leikmanna skipti ekki máli.


Athugasemdir
banner
banner
banner