Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 15. maí 2020 22:30
Aksentije Milisic
Emery vildi kaupa Zaha frekar en Pepe
Mynd: Getty Images
Unai Emery, fyrrverandi stjóri Arsenal, hefur sagt frá því að hann vildi kaupa Wilfried Zaha frekar en Nicolas Pepe. Hann vildi fá inn leikmann sem hafi sannað sig í ensku úrvalsdeildinni.

Emery var í viðtali þar sem hann gagnrýndi Mesut Özil og nú hefur hann tjáð sig um Zaha. Hann segir að leikmaðurinn vildi koma til Arsenal. Félagið eyddi 72 milljónir punda í Pepe frá Lille í staðinn.

„Við keyptum Pepe, hann er góður leikmaður en við þekktum ekki karakter hans og hann þarf tíma, þolinmæði," sagði Emery.

„Ég vildi fá einhvern sem væri búinn að sanna sig í þessari deild og þyrfti ekki tíma til þess að aðlagast. Zaha vann leiki upp á eigin spýtur gegn Tottenham, Man City og okkur. Frábærar frammistöður. Ég sagði að þetta væri leikmaðurinn sem ég þarf."

Emery viðurkenndi að það hefði ekki verið auðvelt að kaupa Zaha því Crystal Palace vildi ólmt halda í sinn besta leikmann.

„Hann er dýr og Palace vildi ekki selja hann. Ég hitti hann og talaði við hann. Hann sagði að hann vildi koma til okkar. Félagið vildi hins vegar kaupa Pepe upp á framtíðina. Ég sagði við þá: „Já, en við þurfum að vinna leiki núna og þessi strákur vinnur þá."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner