Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 15. maí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Baldur Guðlaugsson (FH)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Teitur Magnússon.
Teitur Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan Ingi Jónsson með boltann.
Jónatan Ingi Jónsson með boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jóhann Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Logi Guðlaugsson lék sinn fyrsta keppnisleik með meistaraflokki FH árið 2017 þegar hann kom inná í uppbótartíma í 2-4 útigri gegn Víkingi. Baldur kom svo inn á gegn ÍR í bikarnum vorið 2018. Baldur sleit krossband í fyrra en er orðinn heill heilsu.

Baldur tók þátt í einum leik í Lengjubikarnum í vetur. Baldur lék á sínum tíma þréttán leiki fyrir U17 ára landslið Íslands og fjóra U-16 leiki samkvæmt upplýsingum KSÍ. Í dag sýnir Baldur á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Baldur Logi Guðlaugsson

Gælunafn: Kallaður Balli af nokkrum

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: September 2017

Uppáhalds drykkur: Passion Nocco

Uppáhalds matsölustaður: Serrano

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Brooklyn Nine-Nine

Uppáhalds tónlistarmaður: The Weeknd

Fyndnasti Íslendingurinn: Allir í FM95Blö

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Nutella, kökudeig og jarðaber

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Er að fara kaupa Nocco. Á ég að kaupa fyrir þig?” Frá systur minni

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Haukum

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Gummi Kri á æfingu, það er agalegt að vera á móti honum

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Guðlaugur Baldursson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ísak Bergmann, hætti ekki að væla og held að hann hafi alltaf skorað á móti okkur.

Sætasti sigurinn: Vinna Norðurlandamótið með U17 og Íslandmeistaratitilinn í 4. flokki

Mestu vonbrigðin: Slíta krossband í fyrra

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Tæki Davíð Snæ Jóhannsson

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Andri Fannar Baldursson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Ég veit það ekki en systir mín segir Andri Adolphsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Lovísa María Hermannsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Hef heyrt að það sé Logi Hrafn frændi minn

Uppáhalds staður á Íslandi: Kaplakriki

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Kristall Máni tók Fortnite dans í grillið á einum Finna eftir að við unnum þá í úrslitum á Norðurlandamótinu. Það var áhugavert.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Leggja frá mér símann

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, fylgist reglulega með handboltanum og er dottinn inn í NFL.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Að skrifa og teikna

Vandræðalegasta augnablik: Eyddi heilum háfleik á klósettinu eftir eitthvað pasta sem mamma gerði fyrir mig fyrir leik. Kom aðeins of seint út í seinni.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tæki Þóri Jóhann til að vera trúðurinn sem hann er, Teit Magnússon til að lifa af og Jónatan Inga til að halda öllu í standi.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Var ári á undan í skóla

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Guðmann Þórisson, hélt að hann væri kolvitlaus en hann er toppmaður.

Hverju laugstu síðast: Laug að mömmu að ég væri búinn að taka til

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun án bolta

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna og tek æfingu, geri verkefni í skólanum, tek aðra æfingu. Reyni síðan eftir bestu getu að kenna Einari félaga mínum að spila Warzone.
Athugasemdir
banner
banner