Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 15. maí 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Höjberg vill fara frá Southampton
Mynd: Getty Images
Danski miðjumaðurinn Pierre-Emile Höjberg hefur gefið það í skyn að hann vilji yfirgefa herbúðir Southampton í sumar.

„Ég veit hvað ég vil og félagið veit það líka. Ég vil spila í betra liði en ég er í núna. Samband mitt og Souhampton er stórkostlegt," sagði Höjberg.

„Félagið hefur gefið mér tækifæri til að vaxa. Ég ætla ekki að segja bless og ég er einbeittur á félagið mitt en markmið mitt er mjög augljóst. Ég vil vinna ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina."

„Ég öðlaðist mikla reynslu hjá Bayern Munchen og ég vil vaxa annars staðar. Þegar ég var 23 ára þá var ég fyrirliði í ensku úrvalsdeildinni. Núna er ég hungraður í að komast á næsta stig."


Hinn 24 ára gamli Höjberg hefur meðal annars verið orðaður við Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner