Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 15. maí 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kane: Leikmenn fengu ósanngjarna gagnrýni
Mynd: Getty Images
„Úrvalsdeildarleikmenn hafa fengið ósanngjarna gangrýni á tímum kórónaveirunnar," þetta segir Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins. Umræðan á Englandi snerist að launalækkunum leikmanna en þeir leikmenn sem tóku ekki á sig lækkun fengu mikla gagnrýni.

Kane, sem er framherji Tottenham, segir að leikmenn hafi gert, og geri enn, allt sem í þeirra valdi stendur til að styðja við heilbrigðiskerfið, góðgerðamál og alla sem eiga í vandræðum á þessum erfiðu tímum.

Kane hefur verið frá vegna meiðsla síðan í upphafi janúar en hann verður klár í fyrsta leik. Hann segir ástandið vera í lán í óláni þegar kemur að frestun EM en það fer fram á næsta ári í staðinn fyrir sumarið í ár.

„Ég hefði líklega ekki náð nægilega mörgum leikjum til að vera upp á mitt besta á mótinu ef það hefði verið í sumar. Ég reyni að líta á björtu hliðarnar og þetta gefur mér tækifæri til að ná mér betur af meiðslunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner