fös 15. maí 2020 08:10
Magnús Már Einarsson
Rabbi Matondo á óskalista Manchester United
Powerade
Rabbi Matondo er orðaður við Manchester United.
Rabbi Matondo er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt það helsta á þessum fína föstudegi.



David Silva (34) verður samningslaus hjá Manchester City 30. júní en Spánverjinn vill framlengja þann samning út núverandi tímabil ef tímabilið verður klárað í Englandi. (Times)

Manchester United hefur fylgst með Rabbi Matondo (19) kantmanni Schalke og hann gæti verið næsta skotmark ef ekki gengur að fá Jadon Sancho (20) frá Dortmund. (Manchester Evening News)

Dries Mertens (33) verður væntanlega áfram í Serie A á Ítalíu eftir að samningur hans við Napoli rennur út í sumar. Mertens er líklega á leið til Inter en Chelsea hefur líka sýnt áhuga. (Mail)

Robert Lewandowski (31), framherji Bayern Munchen, hefur sagt Erling Braut Haaland (19) að halda áfram þróun sinni hjá Borussia Dortmund. Haaland hefur verið orðaður vði Manchester United og Real Madrid. (Metro)

Umboðsmaður Philippe Coutinho (27) hefur ekki rætt við nein önnur félög um framtíð leikmannsins en hann er í dag í láni hjá Bayern Munchen frá Barcelona. (Talksport)

Southampton er tilbúið að selja framherjann Che Adams á minna en tíu milljónir punda í sumar. Leeds ætlaði að kaupa Adams á 19 milljónir punda í janúar en hætti við á síðustu stundu. (Football Insider)

Angel Gomes (19) miðjumaður Manchester United verður sammningslaus í sumar. Hann hefur ekki gert nýjan samning þar sem hann hefur áhyggjur af því að komast ekki í aðalliðið auk þess sem hann hefur séð aðra leikmenn á svipuðum aldri orðaða við United. (Manchester Evening News)

Leeds gæti reynt að fá Juan Foyth (22) varnarmann Tottenham, ef liðið kemst upp í úrvalsdeildina. (Football Insider)

Wolves vill fá miðjumanninn Joao Palhinha í sínar raðir frá Sporting Lisabon. (Mirror)

Newcastle er að undirbúa 26 milljóna punda tilboð í Adrien Rabiot miðjumann Juventus. (Daily Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner