Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 15. maí 2020 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sanchez: Erfitt að tala um innbrotið
Mynd: Getty Images
„Það er erfitt að tala um innbrotið því enginn getur búist við því að svona gerist þegar þú ert á stað sem þú borgar fyrir til að vera öruggur en lífið er svona," sagði Davison Sanchez, miðvörður Tottenham við Sky Sports News.

Sanchez er hér að tala um innbrotið inn til Dele Alli, liðsfélaga síns hjá Tottenham, þar sem hann var kýldur og rændur.

„Við verðum að þakka Guði fyrir því Alli er heill heilsu, enginn særðist verulega en nokkrum hlutum var stolið."

„Hann er á lífi, fjölskylda hans er heil heilsu. Það er erfitt að ræða þetta. Það verður að þakka fyrir að hann er í lagi. Ég held að allir hafi sent honum skilaboð og spurt hann út í líðan hans."

„Það er í lagi að þeir tóku eitthvað. Það langmikilvægasta er að hann er á lífi."


Sjá einnig:
Stjörnur í Englandi kaupa varðhunda
Alli: Hræðileg lífsreynsla
Athugasemdir
banner
banner
banner