Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. maí 2020 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tímabilinu lokið í ensku D-deildinni - C-deildar félög ósammála
Joey Barton er stjóri Fleetwood. Félagið er eitt þeirra sem hefur ekki áhuga á að enda tímabilið á þessum tímapunkti.
Joey Barton er stjóri Fleetwood. Félagið er eitt þeirra sem hefur ekki áhuga á að enda tímabilið á þessum tímapunkti.
Mynd: Getty Images
Tímabilinu í ensku D-deildinni, fjórðu efstu deild, er lokið. Niðurstaðan varð ljós eftir atkvæðagreiðslu félaganna í deildinni í dag.

Ensku deildarsamtökin segja að öll liðin hafi verið samþykk því að enda tímabilið. Liðin fá stig fyrir þá leiki sem eftir eru, meðaltal stiga fyrir hvern leik til þessa gilda fyrir þá leiki sem eftir eru og umspilið um sæti í C-deild mun fara fram.

C-deildarfélögin náðu ekki sömu niðurstöðu og voru það Sunderland, Fleetwood, Portsmouth, Ipswich, Oxford og Peterborough sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kemur fram að þau hafi engan áhuga á því að einhver tölva ákveði endanlega fjölda stiga hvers liðs.

D-deildarfélögin hafa óskað eftir því að ekkert lið falli úr deildinni. Ákvörðun um það hefur ekki verið tekin.

Swindon vinnur D-deildina, þegar aðferðin að reikna meðaltal stiga fyrir hvern leik er nýtt til að ljúka tímabilinu, og fer uppfyrir Crewe. Plymouth er svo þriðja félagið sem fer beint upp. Exeter, Cheltenham, Colchester og Northampton fara þá í umspilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner