Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 15. maí 2020 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Van Aanholt: Enginn vafi að Wan-Bissaka er betri en Trent
Mynd: Getty Images
Aaron Wan-Bissaka, hægri bakvörður Manchester United, er betri en Trent Alexander-Arnold og „á því leikur enginn vafi," segir Patrick van Aanholt, vinstri bakvörður Crystal Palace.

Wan-Bissaka er 22 ára gamall og var keyptur frá Palace síðasta sumar. Trent er 21 árs og hefur hann blómstrað undanfarin tvö tímabil.

„Betri en Alexander-Arnold? Á því leikur enginn vafi," sagði van Aanholt í Counter Attack hlaðvarpinu.

„Þetta eru mismunandi leikmenn. Varnarlega er Aaron ótrúlegur, betri en Trent. Já, Trent er með sóknarhliðina og hornspyrnurnar, hægri fótinn. En ef þú spyrð Wilfried Zaha um hvorn hann myndi vilja mæta annan hvern dag þá held ég að hann myndi segja Trent."
Athugasemdir
banner
banner
banner