Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 15. maí 2021 21:40
Victor Pálsson
„Það besta í stöðunni er að selja Pogba
Mynd: Getty Images
Rene Meulensteen, fyrrum aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson, vill sjá Manchester United skoða það að selja Paul Pogba í sumar.

Pogba hefur ekki alltaf staðist væntingar á Old Trafford síðustu fimm ár þegar hann kom frá Juvetus fyrir 89 milljónir punda.

Frammistaða leikmannsins hefur þó verið nokkuð góð á þessu tímabili og fær hann mikið að spila undir Ole Gunnar Solskjær.

Meulensteen telur þó að það gæti verið best fyrir enska félagið að losna við Frakkann sem er reglulega orðaður við önnur félög.

„Hann vill spila með tvo fyrir miðju í Fred og Scott McTominay. Ég held að það sé til að vernda öftustu línuna," sagði Meulensteen.

„Ég held einnig að þú þurfir annan miðjumann sem skapar meira og sinnir svipuðu hlutverki og Fernandinho hjá Manchester City og Fabinho hjá Liverpool."

„Það býr til ójafnvægi ef þú spilar Pogba því hann þarf að spila, hann getur ekki leyst þessa stöðu. Varnarlega þá er hlaupið framhjá honum og hann sinnir ekki þeirri vinnu."

„Það er reynt að spila honum vinstra megin og búa til eitthvað þaðan. Ég er ekki svo viss. Ég held að það besta í stöðunni sé mögulega að selja hann og skoða það sem við þurfum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner