fös 15. júní 2018 16:12
Magnús Már Einarsson
Moskva
Argentína æfði 34 sinnum á 20 dögum
Icelandair
Mynd: Getty Images
Argentínska landsliðið hefur náð 34 æfingum saman fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun. Argentínska liðið hefur æft saman í 20 daga og Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari, er ánægður með undirbúning liðsins.

„Við höfum æft 34 sinnum á 20 dögum. Það var mikil vinna. Á þennan hátt gátum við skilgreint hvernig liðið mun leika. Við erum mjög spenntir fyrir því sem við höfum séð og hlökkum til að byrja keppnina," sagði Sampaoli á fréttamannafundi nú rétt í þessu.

„Ég tel að liðið sé mjög sterkt ög mjög samheldið. Við erum mjög vel undirbúnir og tilbúnir. Við höfum haft tækifæri til að bæta ýmislegt sem við gátum ekki lagað áður út af tímaleysi. Ég tel að Argentína sýni á morgun að við erum eitt af sterkustu liðunum á mótinu."

Argentínskir fjölmiðlar spurðu Sampaoli einnig út í hæðarmuninn á íslenska og argentínska liðinu.

„Hvað hæðina varðar þá er mjög erfitt að undirbúa þig undir það. Við getum skipulagt þetta þannig að við drögum úr þessum kostum sem Ísland hefur. Þeir eru ekki bara hávaxnir heldur líka góðir í að ná boltanum í loftinu," sagði Sampaoli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner