banner
   fös 15. júní 2018 10:21
Arnar Daði Arnarsson
Moskva
Aron Einar er klár í leikinn gegn Argentínu
Ísland - Argentína á morgun
Icelandair
Aron Einar á æfingu í Rússlandi.
Aron Einar á æfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson segist vera 100% klár í leikinn gegn Argentínu á morgun. Um er að ræða fyrsta leik Íslands á Heimsmeistaramóti í knattspyrnu í sögunni.

Fyrirliðinn, þurfti að gangast undir aðgerð eftir að hafa orðið fyrir meiðslum á hné í leik með Cardiff gegn Hull, laugardaginn 28. apríl.

„Eftir flugferðina út þá ákváðum við að ég myndi taka það rólega. Ég hef tekið þátt í æfingum að undanförnu og mér líður vel. Ég veit ekkert hvort Heimir velji mig í liðið á morgun. Ég er á góðum stað og sé líka í augunum á strákunum hvernig þeim líður," sagði Aron Einar á fréttamannafundi sem nú er í gangi hjá íslenska landsliðinu. Þar sitja Heimir Hallgrímsson þjálfari og Aron Einar fyrir svörum fréttamanna.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti einnig að allir leikmenn séu klárir í slaginn. „Það eru allir leikmenn heilir fyrir leikinn á morgun. Það eru allir tilbúnir að spla og allir vilja spila þennan stærsta leik í sögu íslenskrar knattspyrnu. Það er hausverkur sem við þjálfararnir höfum að velja liðið" sagði Heimir.

Hægt er að sjá fréttamannafundinn í beinni hér.

Athugasemdir
banner
banner
banner