fös 15. júní 2018 10:35
Magnús Már Einarsson
Moskva
Aron: Hafði engar áhyggjur að ég myndi ekki ná þessu
Icelandair
Aron er klár.
Aron er klár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, segist aldrei hafa verið í vafa um að hann myndi ná sér af meiðslum fyrir leikinn gegn Argentínu á morgun.

Aron hefur verið í kapphlaupi við tímann eftir að hann meiddist með Cardif í apríl. Hann hefur æft í vikunni og er klár í slaginn fyrir stórleikinn á morgun.

„Mér líður mjög vel. Ég er búinn að æfa vel og mikið. Ég er búinn að æfa aukalega og ná fyrri styrk," sagði Aron á fréttamannafundi í dag.

„Ég var í kapphlaupi við tímann en ég hafði engar áhyggjur að ég myndi ekki ná þessu. Ef maður setur markmið þá þarf maður að gera allt til að ná því. Ég er klár í þennan leik og get ekki beðið að leiða liðið út ef hann velur mig í byrjunariðið."

Heimir er mjög ánægður með að Aron sé klár í slaginn en hann hrósaði honum í hástert.

„Aron er kannski ekki ómetanlegur en hann er gríðarlega mikilvægur yfrir hópinn. Við höfum verið svolítið án hans að undanförnu og mér finnst það hafa sést. Hann er mikill stjórnandi á vellinum og ekki síður fyrir hópinn allan. Hann færir liðinu mikið sjálfstraust. Hann þekkir stöður allra á vellinum og er mkill leikstjónandi."

„Hann er karakter sem við þurfum í svona stórum leikjum eins og gegn Argentínu. Hann á hrós skilið fyrir að hafa lagt svona hart að sér við að ná þessu. Það eru allir þjláfarar í heiminum að leita að leikmanni eins og Aron sem er tilbúinn að láta leikmannin við hliðina á fá sviðsljósið. Það er gaman að vera með nokkra svoleiðis í okkar liði."

Athugasemdir
banner
banner