Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. júní 2018 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belgía eða Ísland? - „Er alltaf stoltur að spila fyrir Ísland"
Icelandair
Jónatan Ingi hefur spilað fyrir unglingalandslið Íslands, síðast fyrir U19 landsliðið í september á síðasta ári.
Jónatan Ingi hefur spilað fyrir unglingalandslið Íslands, síðast fyrir U19 landsliðið í september á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, var besti leikmaður 9. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fótbolta.net. Hann fór fyrir liði FH sem sigraði Víking R. 3-0.

Jónatan skoraði tvö mörk í leiknum, hans fyrstu mörk í meistaraflokki fyrir Hafnarfjarðarfélagið.

Jónatan er aðeins 19 ára gamall og er mjög efnilegur. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Íslands, síðast U19 landsliðinu, en hann getur líka valið að spila fyrir Belgíu ef han vill. Jónatan á belgíska móðiur og getur því spilað fyrir Belgíu.

Í samtali við Fótbolta.net í dag segir hann:

„Nei ég hef ekki velt því neitt fyrir mér," sagði Jónatan er hann var spurður að því hvort hann hefði eitthvað hugsað um það hvort hann myndi velja. „Ég hef alltaf verið afar stoltur að fá að spila fyrir Ísland og vonandi koma fleiri tækifæri til þess."

Belgíska knattspyrnusambandið hefur sýnt Jónatan áhuga. „Ég hef tvisvar fengið kallið þaðan. Í fyrra skiptið fékk ég ekki leyfi frá AZ Alkmaar, og í seinna skiptið spilaði ég æfingaleik."

Belgía hefur sýnt Jónatan áhuga
Umboðsskrifstofan Total Football er með Jónatan á sínum snærum. Í samtali við Fótbolta.net staðfestir Total Football að knattspyrnusamband Belgíu hafi sýnt áhuga.

„Þeir hafa sýnt honum áhuga já en en sem komið er hafa þeir ekki valið hann í hóp. Jónatan verður sjálfur að svara því hvað hann myndi velja þegar í frammí sækir. Held samt að hann sé nú Íslandingur númer eitt og Belgi númer 2," var svarið sem undirritaður fékk við fyrirspurn sinni til Total Football.

Ljóst er að Jónatan á framtíðina fyrir sér og gæti hann klárlega orðið landsliðsmaður ef hann heldur áfram á sömu braut.

Sjá einnig:
Belgía vill fá íslenskan unglingalandsliðsmann
Athugasemdir
banner
banner
banner