fös 15. júní 2018 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Portúgals og Spánar: Costa og Nacho byrja
Diego Costa leiðir sóknarlínu Spánverja.
Diego Costa leiðir sóknarlínu Spánverja.
Mynd: Getty Images
Það er stórleikur á HM í kvöld. Nágrannaþjóðirnar Portúgal og Spánn eigast við í B-riðlinum. Leikurinn er í Sochi.

Sjá einnig:
HM: Sjálfsmark í uppbótartíma tryggði Íran sigur

Spánverjar hafa verið mikið í fréttum síðustu daga. Landsliðsþjálfarinn Julen Lopetegui var rekinn tveimur dögum fyrir þennan leik þar sem hann hafði samið við Real Madrid og ekki sagt spænska knattspyrnusambandinu frá því. Fernando Hierro, fyrrum landsliðsfyrirliði, stýrir Spánverjum í kvöld og á mótinu öllu.

Hierro ákveður að byrja með Diego Costa frammi og Rodrigo og Iago Aspas á bekknum. Koke byrjar á miðjunni með Iniesta og Sergio Busquets og er Thiago á bekknum.

Nacho, leikmaður Real Madrid, byrjar þá í bakverði fyrir Dani Carvajal sem gengur ekki alveg heill til skógar.

Hjá Evrópumeisturunum byrjar hinn 21 árs gamli Goncalo Guedes frekar en Andre Silva, sóknarmaður AC Milan.

Leikurinn hefst 18:00, en Sito, spænskur framherji Grindavíkur, spáir sigri Spánar þrátt fyrir vandræðin síðustu daga. Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum á RÚV.

Byrjunarlið Portúgals: Patricio, Cedric, Pepe, Fonte, Guerreiro, Moutinho, William Carvalho, B. Silva, Fernandes, Ronaldo, Guedes.

Byrjunarlið Spánar: De Gea, Pique, Ramos, Nacho, Alba, Busquets, Iniesta, Koke, Isco, Diego Costa, David Silva.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner