Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. júní 2018 18:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Gea líkt við Karius eftir skelfileg mistök
Ronaldo kom Portúgal aftur 2-1 yfir
Mynd: Getty Images
Leikur Portúgals og Spánar er besti leikur Heimsmeistaramótsins hingað til, á því er enginn vafi.

Það er búið að flauta til hálfleiks og er staðan 2-1 fyrir Portúgal. Cristiano Ronaldo er með bæði mörk Portúgals en mark Spánverja gerði Diego Costa.

Ronaldo kom Portúgal yfir af vítapunktinum áður en Diego Costa jafnaði. Mark Costa var umdeilt þar sem hann var talinn hafa brotið á Pepe áður en hann skoraði. Dómari leiksins dæmdi hins vegar ekkert og var markið gott og gilt.

Staðan virtist ætla að vera 1-1 í hálfleik en þá tók Ronaldo, eða öllu heldur David de Gea til sinna ráða. Ronaldo átti fast skot sem var beint á De Gea en inn fór boltinn.

Margir vilja meina að De Gea sé besti markvörður heims í dag eftir frammistöðu hans með Manchester United á síðustu tímabilum en þessi mistök eru hreint út sagt mjög slæm.

Smelltu hér til að sjá markið.

Á Twitter var De Gea líkt við Loris Karius, markvörð Liverpool sem gerði skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum.

Seinni hálfleikurinn fer senn að hefjast. Þessi leikur er búinn að vera ótrúleg skemmtun hingað til.

Sjá einnig:
De Gea gerðist líka sekur um mistök í æfingaleik fyrir mótið















Athugasemdir
banner
banner