Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. júní 2018 11:03
Magnús Már Einarsson
Moskva
Fjölmennasti fréttamannafundur í sögu landsliðsins
Icelandair
Hér má sjá fréttamannahópinn fyrir fundinn í dag.
Hér má sjá fréttamannahópinn fyrir fundinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég áttaði mig á því núna þegar ég labbaði inn í þetta herbergi hversu stórt þetta er," sagði Aron EInar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, á fréttamannafundi í dag.

Óhætt er að taka undir orð fyrirliðans því fjöldi fréttamanna á fundinum var sá mesti í sögu íslenska landsliðsins.

Yfir 100 frétta og myndatökumenn voru mættir í salinn á Spartak leikvanginum en það er meira en í kringum leikina á EM.

Ísland er langfámennasta þjóðin til að taka þátt á HM í sögunni.

Áhuginn á liðinu er gífurlegur í Rússlandi en fjölmiðlarnir á fundinum í dag komu frá öllum heimshornum. Auk fréttamanna frá Íslandi og Suður-Ameríku voru margir fjölmiðlamenn mættir frá öðrum löndum að fjalla um ævintýri íslenska liðsins.

Smelltu hér til að horfa á fréttamannafundinn í heild
Athugasemdir
banner
banner