Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. júní 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Jarl spáir í leik Egyptalands og Úrúgvæ
Gunnar Jarl Jónsson.
Gunnar Jarl Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HM heldur áfram í dag. Í hádeginu mætast Egyptaland og Úrúgvæ í öðrum leik A-riðils. Í gær valtaði Rússland yfir Sádí-Arabíu í sama riðli en það má búast við jafnari leik í dag.

Gunnar Jarl Jónsson, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum og fyrrum dómari, spáir í leik Egyptalands og Úrúgvæ.



Egyptaland 0 - 1 Úrúgvæ (klukkan 12:00 í dag)

Fyrsti leikur í stórmóti alltaf erfiður. Mikið undir þar sem Sádí-Arabía virðast lítil fyrirstaða. Þetta er því algjör lykilleikur. Stefnir allt í að Salah verði með sem er auðvitað lykilatriði fyrir alla áhugamenn um knattspyrnu sem og Egyptana sjálfa. Þetta verður taktískt og á endanum verður þetta 1-0 sigur Úrúgvæ í frekar tilþrifalitlum leik.

Úrugvæ getur farið langt í þessari keppni og sigur í þessum leik fer langt með að koma þeim í 16-liða úrslitin. Sádí-Arabía verður engin fyrirstaða fyrir þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner