Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. júní 2018 11:45
Arnar Daði Arnarsson
Heimir skilur ástina á Íslandi: Höfum ekki lent í stríði við neinn
Icelandair
Aron Einar á æfingu á Spartak Stadium vellinum í morgun.
Aron Einar á æfingu á Spartak Stadium vellinum í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vitum að við fáum þennan "underdog" stuðning frá ýmsum löndum og kunnum að meta hann. Auðvitað viljum við koma á óvart en við vitum að liðin sem við erum að fara spila á móti hafa undirbúið sig vel og hafa skoðað okkur mikið," sagði landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson á fréttamannafundi Íslands fyrir leikinn gegn Argentínu í Moskvu.

Blaðamenn frá hinum ýmsum þjóðum voru á fundinum í hádeginu í dag og þar var blaðamaður frá Kolombíu sem tjáði viðstöddum það áður en hann bar upp spurningu að Ísland ætti fjölda stuðningsmanna þar í landi og um alla Suður-Ameríku.

„Við finnum það að við eigum stuðningsmenn um allan heim. Fólki finnst gaman að svona fámenn þjóð getur komist á HM. Það er ekki hægt annað en að elska Ísland, við höfum ekki ráðist á neinn eða lent í stríði við neinn. Það er ósköp auðvelt að elska Ísland, falleg þjóð og allir brosandi," bætti landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson við.
Athugasemdir
banner
banner
banner