Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. júní 2018 21:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hierro: Myndi ekki skipta neinum úr mínu liði fyrir Ronaldo
Hierro á hliðarlínunni í kvöld.
Hierro á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
„Við erum mjög stoltir af leikmönnunum vegna þess að við komum til baka tvisvar," sagði Fernando Hierro, þjálfari Spánar, eftir 3-3 jafntefli við Portúgal á HM í kvöld.

Hierro tók við Spáni fyrir aðeins tveimur dögum en liðið spilaði nokkuð vel undir hans stjórn í kvöld.

„Þetta er þroskaður hópur, liðið veit hvað það vill. Það er frábært að vera með þessa leikmenn."

Cristiano Ronaldo skoraði þrennu. „Þegar þú spilar við leikmann eins og Ronaldo getur svona gerst. Ég á frábæru sambandi við Ronaldo en ég myndi ekki skipta honum fyrir neinn úr mínum hóp."

David de Gea, sá frábæri markvörður, gerði slæm mistök í öðru marki Portúgals.

„Við höfum engar efasemdir um De Gea og hann hefur engar efasemdir um sjálfan sig," sagði Hierro.

Næsti leikur Spánverja er á miðvikudaginn í næstu viku vð Íran.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner