banner
   fös 15. júní 2018 20:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo með þrjú á síðustu þremur HM - Þrenna í kvöld
Næstmarkahæsti landsliðsmaður sögunnar
Mynd: Getty Images
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar Portúgal og Spánn gerðu jafntefli á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í kvöld.

Ronaldo fór hamförum og réðu Spánverjar ekki við hann.

Ronaldo, sem er einn besti fótboltamaður sögunnar, hefur ekki riðið feitum hesti á síðustu Heimsmeistaramótum. Hann er að spila á sínu fjórða HM í Rússlandi, en hann hefur aðeins skorað þrjú mörk á síðustu þremur mótum, eitt á hverju móti.

Í kvöld jafnaði hann árangur síðustu þriggja móta í einum leik. Hann er núna kominn með sex mörk á HM.

Þess má geta að Ronaldo er líka fyrsti fótboltamaðurinn í sögunni til að skora á átta stórmótum í röð og þá er hann orðinn næst-markahæsti landsliðsmaður sögunnar á eftir Ali Daei sem skoraði 109 fyrir landslið Íran á sínum tíma.

Frábær árangur hjá Ronaldo, algjörlega frábær.







Athugasemdir
banner
banner
banner