Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. júní 2018 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sá yngsti í hópnum fékk afmælisköku í Moskvu í kvöld
Icelandair
Albert Guðmundsson á landsliðsæfingu.
Albert Guðmundsson á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stærsti leikur í fótboltasögu Íslands verður á morgun þegar Ísland spilar við Argentínu á HM í fótbolta. Leikurinn fer fram á heimavelli Spartak í Moskvu.

Yngstur í íslenska landsliðshópnum er Albert Guðmundsson en það er leikmaður sem íslenskir stuðningsmenn eru mjög hrifnir af.

Búist er við því að Albert verði á bekknum á morgun, en í dag fagnaði hann afmælisdegi sínum. Hann er orðinn 21 árs.

Albert átti væntanlega góðan dag enda hvergi betra að fagna honum en í Rússlandi um þessar mundir.

Albert fékk afmælisköku í tilefni dagsins og var hann ánægður með eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Leikur Íslands og Argentínu hefst klukkan 13:00 á morgun.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner