banner
   fös 15. júní 2018 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin er Úrúgvæ og Íran unnu sæta sigra
Það verður erfitt að hughreysta Aziz Bouhaddouz í kvöld.
Það verður erfitt að hughreysta Aziz Bouhaddouz í kvöld.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir eru búnir á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í dag og er sá þriðji í gangi þegar þessi frétt er skrifuð.

Fyrsti leikur dagsins var á milli Egyptalands og Úrúgvæ. Mohamed Salah spilaði ekki með Egyptum, sat allan tímann á varamannabekknum. Egyptar virtust ætla að hanga á jafntefli en þegar lítið var eftir skoraði varnarmaðurinn Jose Maria Gimenez sigurmark Úrúgvæ með skalla.

Smelltu hér til að sjá sigurmark Úrúgvæ á vef RÚV.

Síðar í dag mættust svo Íran og Marokkó í B-riðli. Staðan var 0-0 alveg fram í uppbótartíma en þá var aftur skorað með skalla eftir fast leikaatriði, eins og í leik Úrúgvæ og Egyptalands. Þegar leiktíminn var að renna út fékk Íran aukaspyrnu. Boltinn barst inn í teig þar sem Aziz Bouhaddouz, leikmaður Marokkó varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Bouhaddouz er væntanlega ekki vinsælasti einstaklingurinn í Marokkó í kvöld og næstu daga.

Smelltu hér til að sjá markið á vef RÚV

Nú er í gangi leikur Spánar og Portúgals. Staðan er 1-1 þegar þetta er skrifað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner