fös 15. júní 2018 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánverjar fljótir að breyta stöðunni - Óvænt hetja?
Eitt stykki fallegt mark. Verður Nacho hetja Spánar í þessum leik?
Eitt stykki fallegt mark. Verður Nacho hetja Spánar í þessum leik?
Mynd: Getty Images
Það er geggjaður fótboltaleikur í gangi í Sochi í Rússlandi. Spánn er að spila við Portúgal í B-riðli Heimsmeistaramótsins.

Þegar þessi frétt er skrifuð eru Spánverjar komnir með forystuna eftir frábæra byrjun seinni hálfleik. Spánn var 2-1 undir í hálfleik eftir herfileg mistök David de Gea.

Fernando Hierro, sem stýrir Spáni á HM, sagði greinilega réttu orðin í leikhléinu því Spánverjar komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn.

Diego Costa, sem skoraði fyrir Spánverja, í fyrri hálfleiknum jafnaði metin í 2-2 á 55. mínútu og stuttu skoraði varnarmaðurinn Nacho með frábæru skoti. Frekar óvænt að Nacho skuli hafa átt þetta skot en hann átti upprunalega ekki að byrja þennan leik. Hann er að byrja í hægri bakverði fyrir Dani Carvajal sem er búinn að vera meiddur.

Markið var glæsilegt hjá Nacho. Smelltu hér til að sjá mark Nacho, hans fyrsta landliðsmark í 18. landsleiknum. Nacho er 28 ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner