fös 15. júní 2018 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Theódór Elmar með pælingar um byrjunarlið Íslands
Icelandair
Theódór Elmar þekkir íslenska landsliðshópinn mjög vel.
Theódór Elmar þekkir íslenska landsliðshópinn mjög vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er risastór dagur á morgun. Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik sínum á Heimsmeistaramóti.

Auðvitað eru miklar pælingar hvað varðar byrjunarlið Íslands á morgun. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, segist vera búinn að ákveða það.

,Við erum búnir að ákveða hvernig liðið verður skipað. Leikmenn fá að vita það einhverntímann fyrir leik. Hvenær það verður, er aukaatriði. En við erum ákveðnir hvernig við byrjum," sagði Heimir á fréttamannafundi Íslands sem haldinn var í dag.

Fótbolti.net spáir því að Heimir notist við 4-4-1-1 leikkerfið sem var notað gegn öflugum andstæðingum í undankeppninni. Þar er Jón Daði Böðvarsson líklegastur sem fremsti maður, með Gylfa fyrir aftan sig. Aron Einar og Emil á miðjunni.

Fáir þekkja þennan hóp betur en Theódór Elmar Bjarnason sem hefur oft og mörgum sinnum verið í honum. Theódór var rétt utan við hópinn fyrir HM.

Theódór veltir því fyrir sér á Twitter í kvöld hvort Rúrik Gíslason byrji leikinn á kostnað Emils Hallfreðssonar.

„Gæti verið að Rúrik byrji vinstra meginn og Birkir komi inná miðjuna með Aroni og Gylfa?" skrifar Theódór Elmar á Twitter í kvöld. „Bara pæling. Ég el að Emil sé betri gegn liðum þar sem við viljum stjórna tempóinu, en Birkir betri þegar við erum að elta 80% af leiknum. Verður spennandi að sjá."

Byrjar Ari Freyr?"
Það er nokkuð ljóst að það er enn nokkrum spurningum ósvarað varðandi byrjunarliðið.

Sumarmessan var á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar var Gunnleifur Gunnleifsson sérfræðingur ásamt Hjörvari Hafliðasyni en þeir vildu báðir fá Birki inn á miðjuna og Ara Frey í vinstri bakvarðarstöðuna fyrir Hörð Björgvin.

Leikur Íslands og Argentínu hefst 13:00 á morgun en liðsvalið verður væntanlega gert opinbert um klukkutíma fyrir leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner