Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. júní 2018 12:34
Magnús Már Einarsson
Yfir 1000 fjölmiðlamenn á leik Íslands og Argentínu
Icelandair
María Björk Guðmundsdóttir á RÚV að störfum.  Hún verður á leiknum á morgun.
María Björk Guðmundsdóttir á RÚV að störfum. Hún verður á leiknum á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Uppselt er á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun en liðin eigast við klukkan 13:00 á Spartak leikvanginum. 44,190 sæti eru í boði og staðfest er að uppselt er á leikinn.

EKki hefur fengið staðfest hversu margir íslenskir stuðningsmenn verða á leiknum en giskað er á að þeir verði í kringum 5000.

Alls verða yfir 1000 fjölmiðlamenn að störfum í tengslum við leikinn. Þar verða 600 blaðamenn, 250 ljósmyndarar sem og 250 sjónvarps/útvarpslýsendur.

10 sjónvarpsstöðvar verða niðri við völl fyrir leik og 12 sjónvarpsstöðvar verða með viðtöl í viðtalasvæði niðri við völlinn í tengslum við leikinn.

Sjá einnig:
5000 Íslendingar á vellinum á morgun?
Athugasemdir
banner
banner
banner