Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. júní 2019 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Forysta Völsungs orðin fimm stig
Völsungur vann Gróttu.
Völsungur vann Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það voru tveir leikir í 2. deild kvenna þennan laugardaginn.

Völsungur styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar allverulega með því að leggja Gróttu að velli. Grótta komst 1-0 yfir á tíundu mínútu með marki Tinnu Jónsdóttur og var staðan 1-0 í hálfleik og alveg fram á 76. mínútu. Þá jafnaði Aimee Louise Durn fyrir Völsung og skoraði Krista Eik Harðardóttir sigurmarkið stuttu síðar.

Krista Eik, sem er fædd árið 2001, hafði komið inn á sem varamaður fimm mínútum áður en hún skoraði,

Sigur Völsungs staðreynd og er liðið með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Síðustu tveir sigurleikir Völsungs hafa komið gegn Álftanesi og Gróttu, liðunum í öðru og þriðja sæti. Völsungur er með fimm stiga forystu á toppnum þess vegna.

Í hinum leik dagsins vann Sindri dramatískan sigur á Leikni úr Breiðholti. Alexandra Taberner Tomas skoraði eina mark leiksins á 89. mínútu.

Fyrstu stig Sindra í sumar komin í hús og er Leiknir því á botninum með eitt stig.

Grótta 1 - 2 Völsungur
1-0 Tinna Jónsdóttir ('10)
1-1 Aimee Louise Durn ('76)
1-2 Krista Eik Harðardóttir ('79)

Sindri 1- 0 Leiknir R.
1-0 Alexandra Taberner Tomas ('89)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner