Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. júní 2019 20:55
Fótbolti.net
Hófið - Getur verið erfitt þegar smá á móti blæs
Jóhannes Karl Guðjónsson stýrir EKKI liði umferðarinnar í annað sinn í röð.
Jóhannes Karl Guðjónsson stýrir EKKI liði umferðarinnar í annað sinn í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar áttu erfiðan dag í Lautinni.
Blikar áttu erfiðan dag í Lautinni.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
FH og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli. Hér fagnar Steven Lennon marki sínu.
FH og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli. Hér fagnar Steven Lennon marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar spiluðu sinn fyrsta heimaleik í sumar.
Lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar spiluðu sinn fyrsta heimaleik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir sneri aftur í lið KA.
Ásgeir sneri aftur í lið KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Áttunda umferð Pepsi Max-deildarinnar kláraðist í kvöld. Það voru þrír leikir spilaðir í gær og þrír leikir spilaðir í dag. KR-ingar eru komnir á toppinn eftir fjóra sigra í röð og Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Valur, spyrntu sér frá botnsætinu.

Fótbolti.net heldur uppteknum hætti og gerir upp hverja umferð með því að halda sérstakt lokahóf eftir hverja umferð! Lokahófið er á léttu nótunum en við erum alltaf tilbúin að taka við kvörtunum í gegnum tölvupóst!

Umferðin:
FH 2 - 2 Stjarnan
Víkingur R. 2 - 1 HK
Fylkir 4 - 3 Breiðablik
Valur 5 - 1 ÍBV
ÍA 1 - 3 KR
KA 2 - 1 Grindavík

Leikur umferðarinnar:
Leikur Fylkis og Breiðabliks í gær var frábær skemmtun, en það er leikur ÍA og KR sem er leikur umferðarinnar í þetta skiptið. Tvö stórveldi í íslenskri knattspyrnu að mætast í toppslag. KR spilaði frábærlega í leiknum og vann verðskuldaðan 3-1 sigur.


Ekki lið umferðarinnar:

Aðra umferðina í röð er Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, þjálfari EKKI LIÐSINS. Hann stýrði sínu liði í 3-1 tapi gegn KR og mætti svo ekki í viðtöl eftir leik. Breiðablik, ÍA og ÍBV eiga fulltrúa í liðinu og þá er einn leikmaður HK einnig í því.

Meiðslaleikurinn
Stjarnan þurfti að nýta allar þrjár skiptingar sínar í leiknum gegn FH vegna meiðsla þar af tvær í fyrri hálfleik. Þá þurfti Hjörtur Logi að fara af velli snemma leiks vegna meiðsla.

Frí umferðarinnar:
Hannes Þór Halldórsson var ekki í marki Vals gegn ÍBV í umferðinni vegna tognunar sem hann hlaut í upphitun fyrir landsleik Íslands gegn Tyrkjum á þriðjudaginn. Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals hvatti markvörðinn til að skella sér til Ítalíu í meiðslunum og vera viðstaddur giftingu Gylfa Þórs Sigurðarssonar landsliðsmanns.

Velkominn í deildina:
Lasse Petry hefur átt erfitt uppdráttar líkt og margir í Valsliðinu í sumar. Hann hins vegar skoraði tvö góð mörk í sigrinum gegn ÍBV og er því kominn á blað með Val. Ánægjulegt bæði fyrir hann og Valsliðið.

Vanvirðing:
Jóhannes Karl Guðjónsson neitaði að mæta í viðtal eftir tapið gegn KR. Hann lét bíða eftir sér í tíu mínútur en neitaði svo að mæta. Þess í stað tók okkar maður á vellinum þrjú önnur viðtöl sem má skoða með því að hér, hér og hér.

Klúður umferðarinnar:
Það er erfitt að velja á milli í þessum flokki. Jónatan Ingi Jónsson átti rosalegt klúður í jafntefli Stjörnunnar og FH í gær, en Tobias Thomsen reyndi að toppa hann í dag þegar KR vann ÍA. Tobias tókst að setja boltann úr dauða, dauðafæri. Sem betur fer fyrir hann þá bætti hann upp fyrir það með því að skora stuttu síðar.

Heima er best
Víkingur spilaði sinn fyrsta leik á sínum alvöru heimavelli og vann sinn fyrsta deildarleik. Það er komið nýtt gervigras í Víkinga sem lítur mjög vel út. „Okkur leið allt í lagi í Laugardal en þetta er bara ekki það sama að fá lyktina af þínum búningsklefa og fólkið sem er að vinna hérna það er náttúrulega alltaf best að sofa heima hjá sér," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn.


Sneri aftur eftir löng meiðsli
Ásgeir Sigurgeirsson sneri aftur í lið KA eftir löng meiðsli. Hann spilaði síðustu 20 mínúturnar í sigri KA gegn Grindavík. „Það er frábært að fá Ásgeir hérna inn eftir mikla vinnu. Þessi drengur hefur lagt svo mikið á sig til að komast til baka sem fyrst og frábært að hann komi inn í dag. Hann átti bara að skora þá hefði þetta verið fullkomið," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, eftir leikinn.

Endurkoma umferðarinnar:
Túfa, þjálfari Grindavíkur, sneri aftur á sinn gamla heimavöll á Akureyri þegar Grindavík tapaði 2-1 gegn KA. Túfa fékk geggjaðar móttökur á Akureyrarvelli enda goðsögn hjá KA.

Besti dómarinn:
Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson fékk 9 í einkunn frá fréttaritara Fótbolta.net fyrir frammistöðu sína í leik KA og Grindavíkur.

Sjá einnig:
Lið 8. umferðar
Besti leikmaður 8. umferðar

Þið eigið lokaorðið. #fotboltinet

































Athugasemdir
banner
banner
banner
banner