Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. júní 2019 22:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Besti varnarmaður deildarinnar" var mættur á bekkinn
Skúli Jón Friðgeirsson í upphitun fyrir leik.
Skúli Jón Friðgeirsson í upphitun fyrir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður KR, fékk heilahristing á æfingu á undirbúningstímabilinu og hefur ekkert komið við sögu hingað til í Pepsi Max-deildinni á þessu tímabili.

Skúli var hins vegar í dag mættur í leikmannahóp KR í fyrsta sinn á þessari leiktíð þegar KR vann 3-1 sigur á ÍA og komst á topp deildarinnar.

„Ég held að það sé töluvert í það að Skúli verði inn á vellinum," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn.

„Hann er byrjaður að taka meiri þátt í æfingunum okkar og við tókum hann með hér til að styrkja leikmannahópinn inn í klefa. Það er sterkt fyrir okkur að vera með, að mínu mati, besta varnarmann deildarinnar, bara á bekknum til að hjálpa hinum leikmönnunum okkar og styðja þá inn í klefa."

Næsti leikur KR er gegn Val á miðvikudaginn. Það verður mjög athyglisverður leikur.

Hér að neðan má sjá viðtalið sem var tekið við Rúnar eftir leikinn á Akranesi í dag.
Rúnar Kristins: Þurfum að eiga jafngóðan ef ekki betri leik
Athugasemdir
banner
banner
banner