Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 15. júní 2019 15:56
Oddur Stefánsson
Bjarni og félagar héldu hreinu - Aron og Kristján spiluðu í tapi
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þrír Íslendingar spiluðu í dag þegar Kristján Flóki Finnbogason, Aron Sigurðarson og félagar í Start heimsóttu Kongsvinger í tapi og Bjarni Mark Antonsson sigraði gegn Trelleborg.

Brage 2 - 0 Trelleborg

Barni Mark spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Brage er liðið fékk Trelleborg í heimsókn.

Þetta reyndist frekar einfalt hjá Bjarna og félögum og unnu þeir 2-0 og sitja í 3. sæti í Superettan, næst efstu deild Svíþjóðar.

Kongsvinger 4 - 2 Start

Jóhannes Þór Harðarson þjálfari Start og Kristján Flóki og Aron Sigurðarson leikmenn áttu erfiðan dag þegar þeir heimsóttu Kongsvinger í 4-2 tapi. Aron spilaði allan leikinn og Kristján Flóki kom inná á 75. mínútu.

Start er þá í 4. sæti norsku B-deildarinnar með 19 stig og eru sjö stigum á eftir toppliði og Íslendingaliði Álasunds.
Athugasemdir
banner
banner
banner