Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. júní 2019 21:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: Ekkert stoppar Gauja Þórðar um þessar mundir
Mynd: Baldur Smári Ólafsson
Fótboltinn hefur kannski ekki breyst svo mikið eftir allt saman. Guðjón Þórðarson er að gera frábæra hluti með NSÍ Runavík í færeysku úrvalsdeildinni.

Sjá einnig:
Guðjón Þórðar: Það hefur ekkert breyst í fótbolta

NSÍ vann í dag 2-0 sigur á heimavelli gegn AB Argir þar sem færeski landsliðsmaðurinn Klaemint Olsen skoraði bæði mörkin í seinni hálfleiknum.

Eftir þennan sigur í dag er NSÍ í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Klaksvík. Lærisveinar Guðjóns hafa núna unnið hvorki meira né minna en átta fótboltaleiki í röð.

Lærisveinar Heimis Guðjónssonar í HB, ríkjandi meistarar færeysku úrvalsdeildarinnar, eru í fimmta sæti - tíu stigum á eftir NSÍ. HB á þó leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner